Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

300 g lax
3 lime (börkur og safi)
2 sítrónur (börkur og safi)
3 appelsínur (börkur og safi)
6 g kóríander smátt skorinn
15 g vorlaukur smátt skorinn 
6 g chilli smátt skorið
7 g engifer smátt skorið
1 skalottlaukur smátt skorinn

Borið fram með

Sesamfræjum
Kóríanderlaufum
Radísum

Aðferð

Safi og börkur af lime, sítrónum og appelsínum settur í skál ásamt kóríander, engiferi, chilli, vorlauk og skalottlauk. Saltað eftir smekk.

Lax skorinn til helminga og síðan í þunnar sneiðar. Bitarnir eru lagðir í ceviche blönduna og látnir marinerast í kæli í 1 klst.

Berið fram með sesamfræjum, radísum og kóríanderlaufum.