Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

250 g þorskur
Börkur af 1 sítrónu
4 g fínsaxað chili
3 hvítlauksgeirar
Olía
Salt
1 fínsaxaður laukur
100 g saxaður blaðlaukur
8 soðnar og skornar kartöflur
200 ml hvítvín
1 l vatn
1 teningur fiskikraftur
400 ml kókosmjólk
6 g karrý
2 stilkar lemongrass
2 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
Safi úr 1 lime
Saxaður graslaukur

Aðferð

Fiskur
  • Skerið fisk í jafna bita.
  • Veltið upp úr 3 msk. af olíu og stráið sítrónuberki, chili og 1 söxuðum hvítlauksgeira yfir.
Súpa
  • Hitið olíu í potti og bætið lauk út í.
  • Setjið blaðlauk, kartöflur, 2 saxaða hvítlauksgeira, lemongrass og karrý í pottinn.
  • Setjið hvítvín, vatn og fiskikraft út í og sjóðið niður. 
  • Bætið kókosmjólk út í.
  • Setjið fiskinn í súpuna og sjóðið í 10 mín. 
  • Bætið lime safa og graslauk í súpuna.
  • Fjarlægið lemongrass stöngla.
  • Saltið eftir smekk.

Berið fram með söxuðum graslauk.