Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

200 g þorskur
50 g hvítlauksolía
Chilisósa (sriracha)
Salt
550 g bjór
400 g hveiti
10 g matarsódi
50 g gulrætur
150 g hvítkál
150 g rauðkál
50 ml eplaedik
2 g steinselja
200 g majónes
Tortilla kökur 6”
Lime
Fínsaxað kóríander 
Vorlaukur
Olía til djúpsteikingar

Aðferð

Hrásalat
  • Setjið rauðkál, hvítkál og gulrætur á heita pönnu með olíu. 
  • Bætið eplaediki, safa úr 1 lime , sykri og 4 g af salti á pönnuna og hrærið. 
  • Bætið steinselju á pönnuna og takið af hita. 
Orlydeig
  • Hrærið saman hveiti, matarsóda, 10 g af salti og bjór. 
Fiskur
  • Skerið í um 5 cm strimla. 
  • Veltið upp úr hvítlauksolíu og chilisósu.
  • Veltið upp úr orlydeigi og djúpsteikið á 180°C í 5 mín. 
Chilimajónes
  • Hrærið saman majónesi, 15 g af chilisósu og 2 g af salti.

Berið fram með hrásalati, chilimajónesi, vorlauk, kóríander og lime sneið.