Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

150 g þorskbiti
1 msk olía
70 g saxaðar döðlur
30 g rifinn cheddar ostur
60 g rifinn ostur
5 g smátt skorinn graslaukur
Sjávarsalt og pipar
200 g hveiti
200 g eggjahvítur
250 g brauðraspur
Hamborgarabrauð
80 g chilimajónes
Salatblöð
3 sneiðar gúrka
2 sneiðar tómatar
20 g pikklaður laukur
Olía til djúpsteikingar

Aðferð

Fiskborgarar
  • Bakið þorskbita með olíu og sjávarsalti á 180°C í 10 mín.
  • Setjið bakaðan fisk í skál og bætið við graslauk, döðlum, cheddar, rifnum osti, salti og pipar.
  • Mótið borgara og frystið í a.m.k. 5 klst.
  • Veltið upp úr hveiti, eggjahvítum og brauðraspi og djúpsteikið við 180°C í 5 mín.
Framreiðsla
  • Smyrjið hamborgarabrauð með chilimajónesi.
  • Raðið grænmeti, pikkluðum lauk og fiskborgurum á brauðin og berið fram.