Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

200 g þorskur
1 l olía
3 hvítlauksgeirar
1 búnt timjan
Sjávarsalt
Pizzudeig
100 g pizzusósa/tómatsalsa
150 g rifinn ostur
30 g fetaostur
5 g ólífur
100 g pestó
10 basillauf

Aðferð

Fiskur
  • Setjið þorsk, timjan, 2 hvítlauksgeira og olíu í eldfast mót og bakið á 100°C í 30 mín. 
  • Sigtið þorsk upp úr olíu og kryddið með sjávarsalti.
Fizza
  • Fletjið út pizzudeig
  • Bætið pizzusósu, rifnum osti, fetaosti og ólífum á pizzuna.
  • Rífið hvítlauk yfir.
  • Penslið kantana með ólífuolíu.
  • Bakið á 180°C í 20 mín.
  • Bætið þorskbitum á pizzuna ásamt pestói, basil, salti og pipar.