Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

180 g laxabiti (roðflettur)
3 sneiðar camembert ostur
1 msk. lauksulta
1 msk. sýrður laukur
1 msk. smjör
1 msk. hvítlauks-aioli
1 msk. chilli majónes
Olía
Salt
Salatblað

Aðferð

Hitið pönnu með olíu.

Saltið pönnuna svo fiskurinn steikist á saltinu og festist ekki við.

Steikið fiskinn á roðhliðinni í 3-4 mínútur og saltið eftir smekk. 

Snúið laxabitanum og steikið í aðrar 3 mínútur.

Raðið camembert ofan á laxinn ásamt 1 msk. af lauksultu.

Bakið í ofni á 180°C í 4 mínútur.

Steikið hamborgarabrauð á sárinu upp úr olíu og smjöri.

Smyrjið hvítlauks-aioli á neðra brauðið og setjið salatblað ofan á.

Næst kemur laxabitinn ásamt sýrðum lauk.

Smyrjið efra brauðið með chilli majónesi og berið borgarann fram.